Tölvuleikur varpar ljósi á hræðsluástand Valur Hrafn Einarsson skrifar 24. ágúst 2007 18:02 Þegar við fyllumst skelfingu minnkar hinn frjálsi vilji og hvatvísi tekur við. Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu. Rannsakendurnir sem birtu niðurstöður sýnar í vísindatímaritinu Science sögðu að þessi breyting væri nauðsynleg sjálfsbjargarviðleitni. Dr. Dean Mobbs einn af rannsakendunum sagði, "Án ótta myndu dýr ekki bregðast við hættu" Sjálfboðaliðar voru látnir spila tölvuleik sem svipar til hins fornfræga Pac-Man leiks. Þeir þurftu að stýra bláum þríhyrning í gegnum völundarhús og forðast að lenda í klónum á rauðum depil sem elti. Ef depillinn náði þríhyrningnum, fékk sjálfboðaliðinn raflost. Dr. Mobbs tók segulsneiðmyndir af heila þátttakenda á meðan þeir spiluðu leikinn. Myndirnar sýndu hvar mesta virknin var á hverjum tímapunkti. Þegar depillinn var í hæfilegri fjarlægð var mest virkni í framheilanum. Hann er virkur við kvíðaástand og hjálpar við að samræma leiðir til þess að komast hjá og forðast hættu. En eftir því sem depillinn nálgaðist jókst virknin í miðheilanum. Miðheilinn er frumstæður hluti heilans og stjórnar viðbrögðum sem stjórnast af eðlishvöt, eins og ákvörðuninni um að flýja eða berjast. "Þegar nauðsynlegt er að taka skjóta ákvörðun getur miðheilinn hamlað því að framheilinn geri það." sagði Dr. Mobbs. "Því nær sem hætta færist, því hvatvísari verða viðbrögð þín - og valda því að hinn frjálsi vilji minnkar", bætti hann við. Framheili nútímamannsins er mun stærri en í forfeðrum okkar, við höfum því þróast í þá átt að verða leiknari í að forðast hættulegar aðstæður, heldur Dr. Mobbs.Fréttavefur BBC greindi frá þessu í dag. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Tölvuleikur sem gefur spilendum raflost varpar ljósi á hvernig maðurinn bregst við yfirvofandi hættu. Rannsóknin leiddi í ljós að mismunandi svæði heilans voru notuð eftir því hversu mikil hættan á raflosti var. Segulsneiðmyndir af heilanum sýndu að virkni fór úr framheilanum í miðheilan þegar kvíði varð að skelfingu. Rannsakendurnir sem birtu niðurstöður sýnar í vísindatímaritinu Science sögðu að þessi breyting væri nauðsynleg sjálfsbjargarviðleitni. Dr. Dean Mobbs einn af rannsakendunum sagði, "Án ótta myndu dýr ekki bregðast við hættu" Sjálfboðaliðar voru látnir spila tölvuleik sem svipar til hins fornfræga Pac-Man leiks. Þeir þurftu að stýra bláum þríhyrning í gegnum völundarhús og forðast að lenda í klónum á rauðum depil sem elti. Ef depillinn náði þríhyrningnum, fékk sjálfboðaliðinn raflost. Dr. Mobbs tók segulsneiðmyndir af heila þátttakenda á meðan þeir spiluðu leikinn. Myndirnar sýndu hvar mesta virknin var á hverjum tímapunkti. Þegar depillinn var í hæfilegri fjarlægð var mest virkni í framheilanum. Hann er virkur við kvíðaástand og hjálpar við að samræma leiðir til þess að komast hjá og forðast hættu. En eftir því sem depillinn nálgaðist jókst virknin í miðheilanum. Miðheilinn er frumstæður hluti heilans og stjórnar viðbrögðum sem stjórnast af eðlishvöt, eins og ákvörðuninni um að flýja eða berjast. "Þegar nauðsynlegt er að taka skjóta ákvörðun getur miðheilinn hamlað því að framheilinn geri það." sagði Dr. Mobbs. "Því nær sem hætta færist, því hvatvísari verða viðbrögð þín - og valda því að hinn frjálsi vilji minnkar", bætti hann við. Framheili nútímamannsins er mun stærri en í forfeðrum okkar, við höfum því þróast í þá átt að verða leiknari í að forðast hættulegar aðstæður, heldur Dr. Mobbs.Fréttavefur BBC greindi frá þessu í dag.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira