Viðskipti innlent

Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt

Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að röskun hefur orðið á upplýsingum um viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni.
Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að röskun hefur orðið á upplýsingum um viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni.

Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingatæknifyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni.

Ekki liggur fyrir hversu margir hafa orðið fyrir röskun af þessum sökum.

Unnið er að viðgerð á strengnum, samkvæmt upplýsingum frá Mentis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×