Innlent

Dæmdir á Vog

Guðjón Helgason skrifar

Hægt verður að skylda dæmda menn í meðferð á Vogi gerist þess þörf. Meðferðin kæmi í stað skilorðsbundinnar refsingar. Vilji menn ekki una þessu, verða þeir að afplána í fangelsi.

Það voru þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Þórari Tyrfingsson, formaður SÁÁ, sem undirrituðu samkomulagið í dag.

Dómsmálaráðherra segir að með samkomulaginu tryggi Vogur lögreglu höfuðborgarsvæðisins sjúkrahúsvist og eftirmeðferðarpláss fyrir þá sem lögreglan hefur afskipti af og eru í slíkri þörf.

SÁÁ mun samkvæmt samkomulaginu fræða starfsmenn lögreglu í forvarnarmálum og lögregla veita stuðning við bráðaþjónustu Vogs. Hægt verður að nota meðferð á Vogi sem forsendu þess að einhverjir dómar verði skilorðsbundnir. Þá er hinn dæmdi háður áfengi eða fíkniefnum.

Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að þeir sem vilji ekki fara í meðferð eða uppfylli ekki skilyrði verði þá að ljúka afplánun.

Þórarin Tyrfingsson segir samkomulagið virkt frá fyrsta september. Þar til þá verði mál til meðferðar vel valin áður en farið verði af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×