Innlent

Óttast að skólabílar hrúgist inn í íbúðahverfi

Óli Tynes skrifar
Bíll við bíl í Reykjavík.
Bíll við bíl í Reykjavík.

Nágrannar skóla hafa nokkrar áhyggjur af þeim þönkum borgaryfirvalda að setja upp stöðumæla á bílastæðum skólanna. Þeir sjá framá að við það muni bílar nemenda hrúgast inn í nærrliggjandi íbúðahverfi. Mörg dæmi eru um að það hafi gerst þegar bílastæðum skóla hefur verið lokað tímabundið vegna einhverra framkvæmda.

Það velkist enginn í vafa um að það er vandræðaástand í bílastæðamálum víða í borginni. Ekki síst er það í grennd við sjúkrahús, skóla og aðrar opinberar stofnanir sem mikill mannfjöldi sækir í. Þar á fólk sem býr í næstu húsum oft erfitt með að koma sínum bílum fyrir.

Nú hefur verið ákveðið að skólafólk fái frítt í strætó og borgaryfirvöldum þykir þá lag að setja upp stöðumæla á bílastæðum skóla, og ýta þannig enn undir notkun almenningsvagna.

Ekki eru þó allir vissir um að það takist. "Það tekur enginn bílinn af þessum krökkum," segir hlíðabúi sem býr í grennd við Menntaskólann í Hamrahlíð. "Ef á að hrekja þessi grey af skólastæðinu með stöðumælum, þá bara fara þau í næstu götur í kring."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×