Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:53 Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa. Innlent Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. Aðstæður fyrir hjólreiðamenn mættu víða vera mun betri hér á landi. Á sumrin fer þeim sem hjóla fjölgandi, og úti á landi eru erlendir hjólreiðamenn áberandi yfir sumartímann. Ökumenn kvarta stundum undan því að hjólreiðamenn sjái ekki aðvífandi umferð í sömu akstursstefnu og geti því ekki brugðist við. Reglurnar eru hins vegar þær að hjólreiðamenn eiga að hjóla í akstursstefnu, en gangandi eiga hins vegar að ganga á móti umferð. Tillitsleysi ökumanna er helsta vandamál hjólreiðamanna þar sem ekki eru sérstakar hjólabrautir. Bjorn og Maike frá Þýskalandi segja hringveginn slæman, en í heimalandi þeirra mæti þeim hins vegar sömu aðstæður utan borga. Bjorn Langer og Maike Helbach segja ástandið gott hér miðað við í Þýskalandi þar sem umferðin sé minni. Þeim finnast íslenskir hálendisvegir sérstaklega skemmtilegir fyrir hjólreiðamenn. Sigurður Helgason hjá umferðarstofu segir að mun meira megi gera til að bæta skilyrði hjólreiðamanna hér á landi. Hann segir hjólreiðamenn í heildina litið til fyrirmyndar í umferðinni og slysum á þeim hafi fækkað umtalsvert. Hjálmar hafa einnig komið í veg fyrir mörg slys, sérstaklega á börnum. Og því er tilvalið að brýna fyrir börnum og foreldrum að nota öryggisbúnað og fyrir ökumönnum að fara varlega nú þegar grunnskólar landsins taka til starfa.
Innlent Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira