Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Guðjón Helgason skrifar 14. ágúst 2007 19:13 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út. Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út.
Fréttir Innlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira