Innlent

Undirskriftir gegn blokkum á Nónhæð

Íbúar á Nónhæð í Kópavogi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhuguðum blokkarturnum á kolli hæðarinnar. Árni Jónsson, formaður íbúasamtaka hverfisins, furðar sig á að réttur íbúa til að verja sig sé minni þegar setja á þúsund manna byggð í bakgarðinn - heldur en þegar nágranninn vill hækka girðinguna sína.

Enn ein íbúasamtökin voru stofnuð í síðustu viku, núna meðal íbúa Nónhæðar í Kópavogi. Samtökin heita Betri Nónhæð og berjast fyrir því að núverandi aðalskipulag svæðisins haldist óbreytt - og koma í veg fyrir háreista íbúabyggð á kolli Nónhæðarinnar - en uppi hafa verið hugmyndir um að reisa allt að fjórtán hæða blokkir með um 220 íbúðir fyrir þúsund íbúa.

Samkvæmt aðalskipulagi á Nónhæðin að vera grænt svæði og þjónusta.

Árni og aðrir á vegum samtakanna safna nú undirskriftum meðal íbúanna til mótmæla fyrirhuguðum breytingum og verða undirskriftalistarnir afhenti bæjaryfirvöldum í Kópavogi í næstu viku. Hann er ekki sáttur við hið svokallaða íbúalýðræði þegar kemur að skipulagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×