Viðskipti innlent

Hagnaður Marels 7,4 milljónir evra

Hörður Árnason, forstjóri Marels, Hann segir afkomuna ásættanlega.
Hörður Árnason, forstjóri Marels, Hann segir afkomuna ásættanlega. Mynd/E.Ól.

Hagnaður matvælavinnsluvélafyrirtækisins Marel nam 7,4 milljónum evra, jafnvirði 670,8 milljónum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins samanborið við 797 þúsund evrur, 71,9 milljónir króna, á sama tíma í fyrra.

Afkoman er nokkuð yfir væntingum en greiningardeild Kaupþings spáði hagnaði upp á 5,8 milljónir.

Sala nam 72,6 milljónum evra á fjórðungnum samanborið við 46,6 milljónir á sama tíma í fyrra en aukningin nemur 56 prósentum á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam hún 144,9 milljónum evra, sem er 83 prósenta aukning á milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,4 milljónir evra sem er 4,7 prósent af tekjum samanborið við 4,3 milljónir í fyrra. Gjaldfærður einskiptiskostnaður var á ársfjórðungnum var um 1,7 milljón evra.

Fram kemur í uppgjöri Marels að hlutabréf í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV Séu færð á markaðsvirði og koma fram í 6,6 milljóna hagnaði í hlutdeildarfélagi.

Eigið fé nam 158,3 milljónum evra og eiginfjárhlutfall var 40,8 prósent í lok júní.

Haft er eftir Herði Árnasyni, forstjóra Marel, að afkoman sé ásættanleg í ljósi umfangsmikillar samþættingarvinnu sem valdi bæði beinum einskiptiskostnaði og minni framleiðni vegna innri vinnu. Þá segir hann ánægjulegt hversu sjóðsstreymi fyrirtækisins sé sterkt en markmið félagsins sé að ná 10 prósenta EBIT á næsta ári.

„Marel Food Systems er vel fjármagnað til þess að takast á við þau tækifæri sem bjóðast á næstu misserum og með öflugan stuðning stærstu hluthafa. Órói á fjármálamörkuðum getur falið í sér tækifæri í ytri vexti fyrir vel fjármögnuð skráð félög," er haft eftir Herði í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×