Viðskipti innlent

Mosaic Fashions úr Úrvalsvísitölunni

Frá tískusýningu Mosaic Fashions.
Frá tískusýningu Mosaic Fashions.

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions verður fjarlægt úr Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á mánudag í kjölfar þess að félagið Tessera Holding ehf og tengdir aðilar hafa eignast 99,8 prósent í félaginu. Fyrirtækið var skráð á markað fyrir tveimur árum.

Mosaic Fashions rekur tískuvöruverslanirnar Karen Millen, Oasis, Warehouse, Whistles, Shoe Studio, Coast og Principles. Á þriðja ársfjórðungi síðasta árs bættist svo verslanakeðjan Rubicon Retail í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×