Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum 10. ágúst 2007 11:03 Inga María Guðmundsdóttir. Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira