Tugir barna notið hágæslu Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. ágúst 2007 18:43 Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust. Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans.Í mars á síðasta ári var viðtal í fréttaskýringaþættinum Kompási við foreldra sem urðufyrir þeirri átakanlegu reynslu að barn þeirra dó í örmum þeirra á hlaupum frá Barnaspítalanum til gjörgæslu. Í kjölfarið varð mikil umræða um nauðsyn þess að koma upp hágæsluherbergi svokölluðu á Barnaspítalanum. Fram kom að sextíu milljónir kostaði árlega að reka slíkt hágæsluherbergi. Þremur dögum eftir Kompás þáttinn gáfu Jóhannes í Bónus og börn hans tvö spítalanum 300 milljónir sem myndu dreifast á fimm ár - nægan pening til að reka hágæslu í fimm ár.Tveimur mánuðum síðar var aftur viðtal í Kompási og þá við foreldra lítillar stúlku sem þurftu sjálf að vaka yfir henni á spítalanum þar sem enn var engin hágæsla á spítalanum. Síðan hafa engar fréttir borist af málinu. Þegar fréttastofa hafði samband við Atla Dagbjartsson, yfirlækni á vökudeild Barnaspítalans, í dag sagði hann að hágæslan hefði verið rekin frá því í haust. Síðan þá hefðu tugir barna notið gæslunnar, en nákvæma tölu hafði hann ekki á takteinum. Gjöfin hefði nýst í fyrsta lagi til að hafa hjúkrunarfræðing stöðugt á vakt yfir barni sem er í hágæslu, í öðru lagi væri nú hægt að hafa sérfræðing á vakt í húsi allan sólarhringinn, en áður var hann á bakvakt. Í þriðja lagi hefði verið hægt að endurmennta starfsfólk. Atli sagði þó að hágæslan væri enn í mótun og skipulagið yrði endurskoðað í haust.
Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira