Bæjarstjóri vísar því á bug að minnihlutinn hafi ekki fengið að leggja fram bókanir 30. júlí 2007 17:23 Akranes MYND/ÓTT Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti bæjarstjórnar hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn halda því fram að á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn hafi þeim verið meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. Í fréttatilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnarnar á Akranesi segir að bæjarráð Akraness hafi samþykkt eftirfarandi bókun 7. desember 2006. "Bæjarráð heimilar Soffíu (Kalmansvík ehf) að útfæra skipulag á allt að 7 ha. landi við Kalmansvík enda skili hún tillögu um skipulag á svæðinu og framkvæmdaáætlun innan eins árs. Bæjarráð mun ekki úthluta umræddu landi á þeim tíma." Þessi bókun var samþykkt samhljóða í bæjarráði 7. desember 2006 og í bæjarstjórn 12. desember 2006 af öllum bæjarfulltrúum. Í bæjarráði 24. maí var bæjarstjóra og bæjarritara falið að gera drög að samningi við Kalmansvík ehf. Sú samþykkt var svo staðfest í bæjarstjórn 12. júní 2007. "Að framansögðu má ráða að bæjarstjórn Akraness stóð öll að þessu máli og er það upphlaup sem varð 17. júlí með öllu óskiljanlegt," segir í tilkynningu. Ennfremur segir að allt tal minnihlutans í bæjarstjórn, um að hafa ekki fengið að bóka sitt álit á samningnum, sé vísað til föðurhúsanna þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans tóku fjórtán sinnum til máls án þess að taka fram að um bókun gæti verið að ræða og af þeim sökum sleit forseti bæjarstjórnar dagskrá að henni tæmdri. Að lokum segir að öll gögn Akraneskaupstaðar séu aðgengileg fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Akraness. Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti bæjarstjórnar hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn halda því fram að á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn hafi þeim verið meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. Í fréttatilkynningu frá meirihluta bæjarstjórnarnar á Akranesi segir að bæjarráð Akraness hafi samþykkt eftirfarandi bókun 7. desember 2006. "Bæjarráð heimilar Soffíu (Kalmansvík ehf) að útfæra skipulag á allt að 7 ha. landi við Kalmansvík enda skili hún tillögu um skipulag á svæðinu og framkvæmdaáætlun innan eins árs. Bæjarráð mun ekki úthluta umræddu landi á þeim tíma." Þessi bókun var samþykkt samhljóða í bæjarráði 7. desember 2006 og í bæjarstjórn 12. desember 2006 af öllum bæjarfulltrúum. Í bæjarráði 24. maí var bæjarstjóra og bæjarritara falið að gera drög að samningi við Kalmansvík ehf. Sú samþykkt var svo staðfest í bæjarstjórn 12. júní 2007. "Að framansögðu má ráða að bæjarstjórn Akraness stóð öll að þessu máli og er það upphlaup sem varð 17. júlí með öllu óskiljanlegt," segir í tilkynningu. Ennfremur segir að allt tal minnihlutans í bæjarstjórn, um að hafa ekki fengið að bóka sitt álit á samningnum, sé vísað til föðurhúsanna þar sem bæjarfulltrúar minnihlutans tóku fjórtán sinnum til máls án þess að taka fram að um bókun gæti verið að ræða og af þeim sökum sleit forseti bæjarstjórnar dagskrá að henni tæmdri. Að lokum segir að öll gögn Akraneskaupstaðar séu aðgengileg fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn Akraness.
Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira