Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung 30. júlí 2007 11:55 Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira