Innlent

Áhöfn Sifjar vill fara að fljúga aftur sem fyrst

Frá fundinum
Frá fundinum MYND/365

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Sifjar vonast til að geta farið aftur að fljúga sem fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands við Reykjavíkurflugvöll kl. 16 í dag og var að ljúka. Áhöfnin sem hefur lokið skýrslugjöf til Rannsóknarnefndar flugslysa fór á fundinum yfir atburðarrásina og sagði engan hafa verið í hættu þegar þyrlan nauðlent í sjónum út af Straumsvík á mánudag.

Af hálfu Landhelgisgæslunnar voru á fundinum Halldór Benóný Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Benóný Ásgrímsson skipaður flugrekstrarstjóri í fjarveru Geirþrúðar Alfreðsdóttur, Sólmundur Már Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Sigurður Heiðar Wiium flugstjóri, Jens Þór Sigurðsson flugmaður, Thorben J. Lund stýrimaður/sigmaður, Daníel Hjaltason flugvirki/spilmaður og Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur/upplýsingafulltrúi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×