Tveir mótmælendur enn í haldi lögreglu 15. júlí 2007 10:00 Tveir mótmælendur, á vegum samtakanna Saving Iceland, eru enn í haldi lögreglunnar eftir átök milli þeirra og lögreglu í gær. Alls voru fimm handteknir eftir að hópurinn stöðvaði umferð í miðborg Reykjavíkur. Lögregla sleppti tveimur nú rétt eftir hádegið í dag. Félagar þeirra söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi eftir handtökurnar til að halda mótmælum sínum þar áfram. Um sjötíu manna hópur á vegum Saving Iceland lagði af stað frá Perlunni um klukkan hálf fimm í gær og lá leiðin niður í bæ. Hópurinn vildi mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir göngunni, sem hafði truflandi áhrif bæði á ökumenn og gangandi vegfarendur. Þegar á Snorrabrautina var komið reyndi lögreglan að leysa gönguna upp þar sem hún stöðvaði umferð til norðurs en gatan er ein af stofnbrautum í neyðarakstri í borginni. Lögreglan þurfti að brjóta glugga á bíl sem ók fremstur en við það æstist fólkið og þurfti að handtaka fjóra. Síðar var fimmti maðurinn handtekinn en bílstjóranum sleppt. Fjórir þeirra handteknu eru útlendingar. Einn af skipuleggendum göngunnar óttast ekki að lætin í gær varpi skugga á tilgang mótmælanna. Yfir fjörtíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þegar mest var. Þeir sem handteknir voru eiga yfir höfði sér ákærur fyrir skemmdaverk og fyrir að hindra lögregluna við störf. Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Tveir mótmælendur, á vegum samtakanna Saving Iceland, eru enn í haldi lögreglunnar eftir átök milli þeirra og lögreglu í gær. Alls voru fimm handteknir eftir að hópurinn stöðvaði umferð í miðborg Reykjavíkur. Lögregla sleppti tveimur nú rétt eftir hádegið í dag. Félagar þeirra söfnuðust saman fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi eftir handtökurnar til að halda mótmælum sínum þar áfram. Um sjötíu manna hópur á vegum Saving Iceland lagði af stað frá Perlunni um klukkan hálf fimm í gær og lá leiðin niður í bæ. Hópurinn vildi mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir göngunni, sem hafði truflandi áhrif bæði á ökumenn og gangandi vegfarendur. Þegar á Snorrabrautina var komið reyndi lögreglan að leysa gönguna upp þar sem hún stöðvaði umferð til norðurs en gatan er ein af stofnbrautum í neyðarakstri í borginni. Lögreglan þurfti að brjóta glugga á bíl sem ók fremstur en við það æstist fólkið og þurfti að handtaka fjóra. Síðar var fimmti maðurinn handtekinn en bílstjóranum sleppt. Fjórir þeirra handteknu eru útlendingar. Einn af skipuleggendum göngunnar óttast ekki að lætin í gær varpi skugga á tilgang mótmælanna. Yfir fjörtíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum þegar mest var. Þeir sem handteknir voru eiga yfir höfði sér ákærur fyrir skemmdaverk og fyrir að hindra lögregluna við störf.
Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira