Ber vott um ofstjórnarsamfélag Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. júlí 2007 18:20 Á góðviðrisdögum vilja flestir sitja utandyra. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. Eftirlits-og leyfadeild lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af af nokkrum veitingamönnum í vikunni og gerði þeim að taka inn borð sem ekki var leyfi fyrir. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er það hlutverk eftirlitsins að fylgja ramma leyfa og reglugerðar og bregðast við kvörtunum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kallar hins vegar eftir umburðarlyndi stjórnvalda. Hann segir tilfellið sem vísað var til í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld dæmi um ofstjórnunarsamfélag. Menn eigi að fá að vera í friði brjóti þeir ekki á öðrum. Össur segir fráleitt að stjórnvald sendi umboðsmenn á launum skattgreiðenda til að rýma nokkur borð af gangstéttum á góðviðrisdögum. Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að drekka áfengi á almannafæri. Gangstétt hljóti að teljast almannafæri og því er spurning hvort ekki þurfi að breyta lögunum. Össur er sammála því og segir að á meðan ekki sé amast við fólki sem drekki fyrir utan Alþingi alla daga, eigi ekki að amast við hinum sem séu engum til ama. Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir viðbrögð hins opinbera við útiborðum kaffihúsa í höfuðborginni óskiljanleg. Þau beri vott um ofstjórnarsamfélag. Fyrr í vikunni var veitingamanni á Laugavegi gert að fjarlægja aukaborð sem hann setti út í sól og blíðu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að bregðast verði við kvörtunum. Eftirlits-og leyfadeild lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af af nokkrum veitingamönnum í vikunni og gerði þeim að taka inn borð sem ekki var leyfi fyrir. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er það hlutverk eftirlitsins að fylgja ramma leyfa og reglugerðar og bregðast við kvörtunum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kallar hins vegar eftir umburðarlyndi stjórnvalda. Hann segir tilfellið sem vísað var til í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld dæmi um ofstjórnunarsamfélag. Menn eigi að fá að vera í friði brjóti þeir ekki á öðrum. Össur segir fráleitt að stjórnvald sendi umboðsmenn á launum skattgreiðenda til að rýma nokkur borð af gangstéttum á góðviðrisdögum. Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að drekka áfengi á almannafæri. Gangstétt hljóti að teljast almannafæri og því er spurning hvort ekki þurfi að breyta lögunum. Össur er sammála því og segir að á meðan ekki sé amast við fólki sem drekki fyrir utan Alþingi alla daga, eigi ekki að amast við hinum sem séu engum til ama.
Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira