Ekki vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:30 Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira