Venus lagði Sharapovu

Bandaríska tenniskonan Venus Williams tryggði sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum á Wimbledon mótinu þegar hún vann baráttusigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi 6-1 og 6-3 eftir að leiknum hafði verið frestað vegna rigningar. Williams er þrefaldur sigurvegari á mótinu en Sharapova hefur unnið það einu sinni.