Lýsir eftir bjargvætti sínum 28. júní 2007 19:09 Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag. Valgerður var á leið heim til Þorlákshafnar þennan laugardag þegar allt varð svart. Í tvær vikur. Hún frétti síðar að á Þrengslaveginum hefði stór pallbíll, sem kom úr gagnstæðri átt, runnið í hálkunni og lent beint framan á litla toyota yarisbílnum sem Valgerður hafði átt í þrjár vikur. Hún á líf sitt að þakka ókunnugum manni sem kom að slysinu.Valgerður brotnaði illa. Annar ökklinn, bæði hnén, annað læri, önnur mjöðm, úlnliður, olnbogi og nánast öll rifbein. Til að hjálpa beinunum að gróa er hún full af plötum og skrúfum. Nýbúið er að taka nagla sem voru í úlnliðnum. Þeir voru farnir að skaga út og meiða hana.Hún var varla vöknuð, segir mamma hennar, þegar hún hringdi í Toyota og pantaði nýjan bíl - enda fór Yarisinn vægast sagt illa í árekstrinum. Í þetta sinn hyggst Valgerður fjárfesta í bíl með bita sem varnar því að vélin lendi á ökumanni við árekstur, með stýri sem brotnar niður á við og fullt af loftpúðum.Valgerður komst á Grensás eftir tveggja mánaða spítalavist. Fyrsta takmarkið - að-halda út klukkustund upprétt í hjólastól. Núna, eftir fimm vikur á Grensás er hún farin að geta býsna mikið.Tveimur vikum fyrir slysið hafði Valgerður útskrifast frá snyrtiakademíunni í Kópavogi og átti að hefja störf tveimur dögum eftir slysið á snyrtistofunni Gyðjunni. En það verður bið á því að þessi 21 árs stúlka geti byrjað að vinna. Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Stúlka um tvítugt lýsir eftir manni sem bjargaði lífi hennar þann sautjánda mars í Þrengslunum. Hún biður fólk vinsamlegast að haga sér í umferðinni í sumar. Við hittum dugnaðarstúlku á Grensás í dag. Valgerður var á leið heim til Þorlákshafnar þennan laugardag þegar allt varð svart. Í tvær vikur. Hún frétti síðar að á Þrengslaveginum hefði stór pallbíll, sem kom úr gagnstæðri átt, runnið í hálkunni og lent beint framan á litla toyota yarisbílnum sem Valgerður hafði átt í þrjár vikur. Hún á líf sitt að þakka ókunnugum manni sem kom að slysinu.Valgerður brotnaði illa. Annar ökklinn, bæði hnén, annað læri, önnur mjöðm, úlnliður, olnbogi og nánast öll rifbein. Til að hjálpa beinunum að gróa er hún full af plötum og skrúfum. Nýbúið er að taka nagla sem voru í úlnliðnum. Þeir voru farnir að skaga út og meiða hana.Hún var varla vöknuð, segir mamma hennar, þegar hún hringdi í Toyota og pantaði nýjan bíl - enda fór Yarisinn vægast sagt illa í árekstrinum. Í þetta sinn hyggst Valgerður fjárfesta í bíl með bita sem varnar því að vélin lendi á ökumanni við árekstur, með stýri sem brotnar niður á við og fullt af loftpúðum.Valgerður komst á Grensás eftir tveggja mánaða spítalavist. Fyrsta takmarkið - að-halda út klukkustund upprétt í hjólastól. Núna, eftir fimm vikur á Grensás er hún farin að geta býsna mikið.Tveimur vikum fyrir slysið hafði Valgerður útskrifast frá snyrtiakademíunni í Kópavogi og átti að hefja störf tveimur dögum eftir slysið á snyrtistofunni Gyðjunni. En það verður bið á því að þessi 21 árs stúlka geti byrjað að vinna.
Fréttir Innlent Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira