Öryrki eftir gálausan akstur 27. júní 2007 19:06 Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira