Viðskipti innlent

Metvelta á fasteignamarkaði

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.

Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða.

Greiningardeildin bendir á í Vegvísi sínum í dag að velta á fasteignamarkaði hafi aukist jafnt og þétt á árinu. Tólf vikna meðalvelta á fasteignamarkaði nemi 6.361 milljónum króna en til samanburðar hafi hún numið 4.220 milljónum króna fyrir ári.

Landsbankinn segir útlán Íbúðalánasjóðs hafa aukist á árinu og hafi þau verið meiri í öllum mánuðum þessa árs en í sömu mánuðum í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×