706 sjóliðar í Reykjavík um helgina Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 12:14 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira