Vara við fyrirtækinu Aquanetworld Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. júní 2007 18:50 Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. Mark Ashley Wells er eigandi fyrirtækisins Aquanetworld sem er með skrifstofur að Suðurlandsbraut 4. Á föstudag var hann dæmdur til að endurgreiða Lesley Patriciu Ágústsson tvær milljónir og sjö hundruð þúsund krónur sem hún hafði lagt í fyrirtækið. Hann hafi samþykkt að endurgreiða henni fjárhæðina. Það hafi hann hins vegar ekki gert. Aquanetworld er svokallað píramídafyrirtæki, svipað sprinkle network, og átti að gefa þátttakendum möguleika á margfaldri ávöxtun. Til stóð að Lesley gengdi stöðu svæðisstjóra hér á landi. Vilhjálmur Bergs lögmaður hennar segir fjölda manns hér hafa greitt misháar fjárhæðir fyrir þjónustu sem ekki var innt af hendi og gætu átt rétt á endurgreiðslu. Breska bæjarblaðið Slough and Windsor Observer greindi nýverið frá meintum svikum af hálfu Aquanetworld og varaði fólk við fyrirtækinu. Samtök verslunar og þjónustu hafa einnig gefið út viðvörun og hafa beint erindinu til viðskiptaráðuneytisins og fjármálaeftirlitsins. Málaferli Lesley gegn Mark hafa staðið í tæp tvö ár og hún á ekki von á því að fá peningana aftur þrátt fyrir dóm hæstaréttar. Lesley hefur sett á laggirnar vefsíðuna www.aquanetworld.info þar sem nálgast má upplýsingar um hvernig fyrirtækið plataði fólk auk þess sem þar er ýmsan annan fróðleik um Aquanetworld að finna. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu vara við viðskiptum við fyrirtækið Aquanetworld sem skráð er á Íslandi. Eigandi fyrirtækisins var dæmdur í hæstarétti fyrir helgi til að endurgreiða konu tæpar þrjár milljónir sem hann fékk hana til að leggja fram með saknæmum og ólögmætum hætti. Fjölmiðlar í Englandi hafa einnig varað við fyrirtækinu. Mark Ashley Wells er eigandi fyrirtækisins Aquanetworld sem er með skrifstofur að Suðurlandsbraut 4. Á föstudag var hann dæmdur til að endurgreiða Lesley Patriciu Ágústsson tvær milljónir og sjö hundruð þúsund krónur sem hún hafði lagt í fyrirtækið. Hann hafi samþykkt að endurgreiða henni fjárhæðina. Það hafi hann hins vegar ekki gert. Aquanetworld er svokallað píramídafyrirtæki, svipað sprinkle network, og átti að gefa þátttakendum möguleika á margfaldri ávöxtun. Til stóð að Lesley gengdi stöðu svæðisstjóra hér á landi. Vilhjálmur Bergs lögmaður hennar segir fjölda manns hér hafa greitt misháar fjárhæðir fyrir þjónustu sem ekki var innt af hendi og gætu átt rétt á endurgreiðslu. Breska bæjarblaðið Slough and Windsor Observer greindi nýverið frá meintum svikum af hálfu Aquanetworld og varaði fólk við fyrirtækinu. Samtök verslunar og þjónustu hafa einnig gefið út viðvörun og hafa beint erindinu til viðskiptaráðuneytisins og fjármálaeftirlitsins. Málaferli Lesley gegn Mark hafa staðið í tæp tvö ár og hún á ekki von á því að fá peningana aftur þrátt fyrir dóm hæstaréttar. Lesley hefur sett á laggirnar vefsíðuna www.aquanetworld.info þar sem nálgast má upplýsingar um hvernig fyrirtækið plataði fólk auk þess sem þar er ýmsan annan fróðleik um Aquanetworld að finna.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira