Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar 11. júní 2007 17:46 Dómkirkjan í Manchester birtist blóði drifin í tölvuleiknum Resistance: Fall of Man Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Kirkjunnarmönnum finnst óviðunnandi að byssubardagar séu sviðsettir í guðshúsinu og vilja að leiknum verði umsvifalaust breytt. Auk þess hvetja þeir Sony til að taka þátt í átaki gegn byssueign í Manchesterborg. Forsvarsmenn Sony segjast hafa fengið öll tilskilin leyfi til að nota útlit kirkjunnar og vilja ekki breyta umræddum tölvuleik. Leikurinn hefur nú selst í um milljón eintaka um allan heim. Forsvarsmenn kirkjunnar efast um nein leyfi hafi verið veitt. Þeim bárust hinsvegar bréf þar sem fram koma að útlit kirkjunnar yrði notað með þessum hætti. Eftir að ljóst varð að leikurinn færi á markað hótuðu þeir Sony lögsókn. Leikurinn hefur valdið þó nokkurri óánægju á Bretlandseyjum og hafa mörg félagsasamtök lýst yfir stuðningi við Þjóðkirkjuna. Forsvarsmenn Sony segjast munu funda með fulltrúum kirkjunnar til að reyna að koma á sátt. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Kirkjunnarmönnum finnst óviðunnandi að byssubardagar séu sviðsettir í guðshúsinu og vilja að leiknum verði umsvifalaust breytt. Auk þess hvetja þeir Sony til að taka þátt í átaki gegn byssueign í Manchesterborg. Forsvarsmenn Sony segjast hafa fengið öll tilskilin leyfi til að nota útlit kirkjunnar og vilja ekki breyta umræddum tölvuleik. Leikurinn hefur nú selst í um milljón eintaka um allan heim. Forsvarsmenn kirkjunnar efast um nein leyfi hafi verið veitt. Þeim bárust hinsvegar bréf þar sem fram koma að útlit kirkjunnar yrði notað með þessum hætti. Eftir að ljóst varð að leikurinn færi á markað hótuðu þeir Sony lögsókn. Leikurinn hefur valdið þó nokkurri óánægju á Bretlandseyjum og hafa mörg félagsasamtök lýst yfir stuðningi við Þjóðkirkjuna. Forsvarsmenn Sony segjast munu funda með fulltrúum kirkjunnar til að reyna að koma á sátt.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira