Innlent

Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt

Sérsveitarmenn frá Reykjavík yfirbuguðu byssumanninn á Hnífsdal á þriðja tímanum í nótt og færðu hann út í lögreglubíl.
Sérsveitarmenn frá Reykjavík yfirbuguðu byssumanninn á Hnífsdal á þriðja tímanum í nótt og færðu hann út í lögreglubíl. Mynd: Hafþór Gunnarsson

Umsátri sérsveitar lögreglunnar um hús á Hnífsdal lauk á þriðja tímanum í nótt með því að byssumaður sem var í húsinu var yfirbugaður. Maðurinn, sem var í húsi við Bakkaveg, er talinn hafa hleypt af skoti fyrr um kvöldið.

Tilkynning til neyðarlínunnar barst klukkan 23:20 í gærkvöldi. Að minnsta kosti einu skoti var hleypt af áður en lögreglan kom á vettvang en engan sakaði. Eiginkona mannsins var í húsinu en slapp út.

Kallað var á sérsveitarmenn frá Reykjavík. Þeir flugu með þyrlu á Hnífsdal, þar sem þeir lentu eftir miðnætti í nótt.

Lögregla rýmdi nálæg hús meðan á umsátrinu stóð og hleypti engum nær en í um kílómetra frá húsinu.

Lögreglumenn gengu með uppréttar hendur að húsinu um klukkan hálf þrjú leitið. Þegar maðurinn kom í dyragættina stukku þeir á hann og yfirbuguðu.

Tveir sérsveitarmenn færðu manninn út í lögreglubíl en tveir vopnaðir félagar þeirra fylgdu þeim eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×