Heitavatnsbruni leitt til þriggja dauðsfalla 6. júní 2007 12:12 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum. Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist hér á landi vegna brunasára sem þeir hlutu af of heitu vatni. Byggingarreglugerð á að koma í veg fyrir að fólk geti brennt sig á þennan hátt. Morgunblaðið segir í dag frá sextugum öryrkja, Ómari Önfjörð Kjartanssyni, sem skaðbrenndist fyrir um hálfum mánuði þegar hann fékk fyir sig allt að 80 gráðu heitt vatn þegar hann var í sturtu í íbúð sinni í blokk Öryrkjabandalags Íslands við Hátún. Hann berst nú fyrir lífi sínu. Rétt röskur mánuður er síðan farið var í herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Þá kom fram að nær 75% brunaslysa verða af heitu vatni inni á baðherbergi. Börn undir fimm ára aldri hljóta alvarlegustu áverkana samkvæmt rannsókn sem þá var kynnt. Á síðastliðnum fimm árum komu tæplega 2200 manns á Landspítalans vegna brunasára og þar af brenndu 132 sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum. Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnarhúss Sjóvár, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að vitað væri um að minnsta kosti þrjá sem hefðu á undanförnum árum látist af völdum brunasára sem þeir fengu vegna of heits vatns. Til að koma í veg fyrir slík slys er best að hafa hitastilla á baðherbergisvöskum sem gerir það að verkum að vatnið fer aldrei yfir 40 gráður. Skýrt er í byggingareglugerð að vatnshitastig í böðum skal ekki vera svo hátt að hætta sé á húðbruna við töppunarstaði í steypiböðum og baðkerum. Reglugerðin er hins vegar ekki nema 9 ára gömul og er að sjálfsögðu ekki afturvirk. Strangari kröfur eru hins vegar gerðar um ýmsar stofnanir - en þær ná ekki til blokkar Öryrkjabandalagsins, enda telst hún ekki stofnun. En mælt er með því að vatnshiti í krönum fari ekki yfir 43°C í skólum, sundlaugum, sjúkrahúsum, elliheimilum, hótelum og tilsvarandi stöðum og 38°C á barnaheimilum.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira