Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 5. júní 2007 18:40 Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum. Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum.
Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent