Líffæragjafi nema annað sé tekið fram Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:15 Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi. Fréttir Innlent Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Yfirlæknir hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi telur mikilvægt að breyta löggjöf um líffæragjafir. Þá verði gengið út frá því að látnir hafi viljað gefa líffæri sín hafi þeir ekki tekið annað fram fyrir andlátið. Hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem því var logið að dauðvona kona ætlaði að gefa úr sér nýra hefur vakið heilmikla umræðu um vanda líffæraþega í Hollandi. Hér á Íslandi voru sett lög um brottnám líffæra árið 1991sem fólu í sér að Íslendingar gátu mælt svo fyrir um að líffæri þeirra yrðu gefin að þeim látum. Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga Landspítala háskólasjúkrahúss, segir að samkvæmt lögunum sé gert ráð fyrir ætlaðri neitun nema annað sé tekið fram. Í Evrópu sé víða um ætlað samþykki að ræða. Líffæragjöf nema annað sé tekið fram. Runólfur segir víða vanta fleiri líffæragjafa. Þrjár þjóðir í Evrópu skeri sig úr. Á Spáni hafi verið gert átak fyrir sautján árum. Þar gildi ætlað samþykki en þess fyrir utan hafi fagaðilum verið falið að leita eftir líffæragjöf á öllum sjúkrahúsum landsins. Mikil fræðsla hafi fylgt og umræðan farið af stað. Síðan þá séu líffæragjafar þrefalt fleiri. Í Belgíu og Austurríki sé í gildi harðara ætlað samþykki. Þar fjarlægi læknar lífffæri úr látnum án þess að spyrja kóng eða prest ef ekki liggi fyrir skýr fyrirmæli viðkomandi um að það megi ekki. Aðrar Evrópuþjóðir, þar á meðal Hollendingar, hafi boðið fólki að skár sig á gjafalista eða að hafa líffæragjafakort. Það segir Runólfur ekki hafa skilað nægilegum árangri. Of fáir skrái sig auk þess sem oft sé leitað til ættingja þrátt fyrir skráningu og þeir neiti. Runólfur telur rétt að fara að spænsku leiðinni hér á landi. Auka fræðslu og þjálfun þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem eigi að falast eftir líffæragjöf. Runólfur segir einnig mikilvægt að löggjöf sé sett sem styrki þetta og ætlað samþykki mikilvægt í því sambandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira