Aðstæður á Kárahnjúkum „hræðilegar“ Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. maí 2007 15:37 Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum. Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fjölmiðlar í Portúgal fjalla í dag um ómannúðlega meðferð á starfsfólki sem vinnur á Kárahnjúkum. Dagblöðin Correio da Manha og Publico segja að meira en 100 Portúgalar vinni við afar slæmar aðstæður í göngunum 14 klukkutíma á dag. Forseti verkalýðsfélags í Portúgal segir aðstæður mannanna „hræðilegar." Vitnað er í starfsmann sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann var ráðinn tímabundið en hefur nú snúið aftur og segir meðferðina nálgast þrælahald. Mennirnir standi meðal annars í vatni upp að hnjám og mengun sé stundum það mikil að skyggni sé innan við 10 metra. Albano Ribeiro forseti verkalýðsfélagsins STCCN segir mennina vera látna vinna sjö daga vikunnar án þess að fá frí. Þeim sé gert að taka stutta matartíma inni í göngunum og maturinn sé varla bjóðandi. Hann sé búinn til af Kínverjum og samanstandi daglega af hrísgrjónum ásamt öðru en gæðin séu afar slæm. Þá sé aðstaðan þannig að á meðan þeir borði dropi auk þess á þá. Ribeiro segir að Portúgalarnir fái lægri laun en starfsfólk af öðru þjóðerni. Sem dæmi fái Ítalir þrjú þúsund evrum meira á mánuði fyrir sömu vinnu. Þess er einnig getið að Kínverjar og Pólverjar fái enn lægri laun en Portúgalarnir. Ómar R. Valdimarsson upplýsingafulltrúi Impregilo á Íslandi undrast að maður sem ekki hafi komið til Kárahnjúka geti tjáð sig jafnharkalega og raun ber vitni. Vitað mál sé að vatn renni í göngunum og að þar séu aðstæður erfiðar eðlis þeirra vegna. Mennirnir séu hins vegar vel búnir. Gert hafi verið átak í matarmálum eftir að grunur um matareitrun kom upp fyrr í vetur. Þá sé aðstaða til að neyta matar viðunandi og hreinlætisaðstaða í samræmi við lög. Ómar kannast ekki við 14 tíma vaktir eins og nafnlausi heimildarmaðurinn heldur fram. Farið sé eftir vinnulöggjöf þar sem vaktir séu þrískipta, átta tímar í senn. Að lokum taki virkjanasamningur Samtaka atvinnulífsins og ASÍ til allra verkamanna á Kárahnjúkum.
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira