Óvænt endurkoma og stutt stopp Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 18:45 Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira