Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum.
Framsókn hefur tvær konur í sjö manna hóp sínum. Af 25 manna þingmannahópi Sjálfstæðismanna eru átta konur, eða 33 prósent. Þá skipa konur þriðjung þingmanna Samfylkingar, eða sex konur af átján þingmönnum.