Innlent

Sumir detta út, aðrir detta inn

Sigríður Guðlaugsdóttir Gunnar Valþórsson skrifar
MYND/Pjetur

Nokkuð verður um breytingar á þingliðinu eftir kosningarnar í gær. Sumir þeirra sem gegnt hafa þingmennsku ná ekki kjöri en aðrir koma nýjir inn.

Tveir ráðherrar framsóknar duttu út í kosningunum í gær. Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, en flokkurinn missti einnig þingmennina Guðjón Ólaf Jónsson og Sæunni Stefánsdóttir. Bjarni Harðarson í Suðurkjördæmi er hins vegar nýr maður inn fyrir Framsókn.

Frjálslyndi flokkurinn missti Sigurjón Þórðarson og Magnús Þór Hafsteinsson og samfylkingarfólkið Anna Kristín Gunnarsdóttir í Norðvesturkjördæmi og Mörður Árnason í Reykjavík suður náðu sömuleiðis ekki kjöri. Sjálfstæðisþingmennirnir Drífa Hjartardóttir og Guðjón Hjörleifsson á Suðurlandi ná ekki aftur inn á þing.

Meðal nýrra þingmanna eru nöfnurnar og sjálfstæðiskonurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir aðstoðarmaður forsætisráðherra og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Þá er Ellert B. Schram nýr alþingismaður Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×