Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér 13. maí 2007 02:35 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Kosningar 2007 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar 2007 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira