Viðskipti innlent

Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu

Kaupþing.
Kaupþing. Mynd/Stefán

Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði.

Vísitala neysluverð hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí og lækkaði tólf mánaða verðbólga við það úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent. Þetta er talsvert minni verðbólgulækkun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir í spám sínum.

Greiningardeild Kaupþings bendir á að niðurstaðan hafi verið umfram væntingar en bætir því við að hækkunina megi einkum rekja til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði og eldsneyti. Þá voru talsverðar hækkanir á verði matar- og drykkjarvara í mánuðinum.

Greiningardeildin telur líkur á að verðbólga haldi áfram að lækka á árinu en dregur í efa að 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans muni nást á árinu. Muni verðbólga halda áfram að mælast nokkuð yfir markmiðunum fram á næsta ár, að mati deildarinnar.

Verðbólguumfjöllun greiningardeildar Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×