Innlent

Velferðamálin mikilvægust

Fjörutíu prósent kjósenda í Reykjavíkurkjördæmi norður telja velferðamál vera mikilvægasta málefnið sem kosið verður um í komandi kosningum. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af Félagsvísindastofnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Fjórðungur aðspurðra sögðu umhverfis- og virkjanamál vera mikilvægust og 21 prósent nefndu efnahagsmálin.

Þessi þrjú málefni skáru sig greinilega úr í könnuninni, því fjögur prósent voru á því að málefni innflytjenda væru mikilvægust, þrjú prósent nefndu menntamál og aðeins tvö prósent telja samgöngumál og sjávarútvegsmál vera mikilvægust. Þá nefndu þrjú prósent önnur mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×