Suður-afríski kylfingurinn Charl Schwartzel sigraði á Opna spænska mótinu sem lauk í Madríd í dag og var þetta annar sigur hans á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 67 höggum og var samtals á 16 höggum undir pari, einu höggi á undan Indverjanum Jyoti Randhawa, sem varð annar. Heimamaðurinn Carlos Rodiles varð þriðji á samtals 14 höggum undir pari.
Meira á Kylfingur.is