Biðlistum í heilbrigðisþjónustu verði útrýmt 29. apríl 2007 19:29 Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu barna og aldraðra eru svartur blettur á velferðarkerfi Íslendinga. Þeir eru birtingarmynd vanrækslu og skorts á samfélagslegri ábyrgð. Þetta sagði formaður þingflokks Samfylkingarinnar á blaðamannafundi í dag þar sem stefnumál flokksins í heilbrigðismálum voru kynnt. Össur Skarphéðinsson var í miðju kafi að kynna tillögur Samfylkingarinnar þegar vindhviða varð þess valdandi að áhersluskilti flokksins féll á hann. Honum varð ekki meint af en uppskar hlátur meðal flokkssystkyna sinna og áhorfenda. Blaðamannafundurinn var haldinn utanhúss við Kringlu Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins segir staðsetninguna táknræna fyrir þann hóp fólks á biðlistum sem ekki komist inn á spítalana. Áherslumál flokksins eru meðal annars þau að útrýma biðlistum á Barna- og unglingageðdeild, Greiningarstöð ríkisins vegna greiningar á þroskafrávikum barna og vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Nú bíða hátt í 500 börn eftir þjónustu Greiningarstöðvar ríkisins og BUGL og 20-30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin vill að veitt verði bráðaþjónusta á BUGL allan sólarhringinn. Um það bil 400 aldraðir bíða í brýnni þörf eftir hjúkrunarrýmum og 900 manns til viðbótar þurfa að deila herbergi með öðrum. Flokkurinn vill byggja upp 400 hjúkrunarrými og setja upp sólarhringsþjónustu Landsspítalans við þá sem kjósa að búa heima. Það sé hagkvæmara og mikill kostur fyrir þá sem það kjósa. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að sætta sig við að aldraðir í brýnni þörf séu í heimahúsi án viðunandi þjónustu. Launamál og skortur á hjúkrunarstarfsfólki hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Ingibjörg segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir hækkun launa í stéttinni og endurmat á hefðbundum kvennastörfum.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira