Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu 28. apríl 2007 19:16 NordicPhotos/GettyImages Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira