Þriggja ára fangelsi fyrir að stinga fyrrverandi unnustu 26. apríl 2007 16:22 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Hans Alfreð Kristjánsson í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás með því að stinga fyrrverandi unnustu sína í bakið. Þá var hann dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í bætur. Ákæran á hendur Hans Alfreð var alls í sjö liðum en flestir þeirra snerust að atviki í húsi á Húsavík í nóvember í fyrra. Var hann ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi unnustu sinni og stungið hana með hnífi með þeim afleiðingum að hún hlaut tveggja sentímetra langt stungusár aftan á brjóstkassa vinstra megin neðan við vinstra herðablað. Þá var honum gefið að sök að hafa veist að manni í húsinu og stungið hann eftir að eldur kom upp í húsinu. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa kastað logandi efni; púða, handklæði eða dúk, í konuna með þeim afleiðingum að hún hlaut fyrsta til þriðja stigs stigs bruna á báðum öxlum, á hálsi, enni, hnakka, herðum og hægri upphandlegg, samanlagt á um 5 til 7 prósentum af yfirborði líkamans. Í fjórða lagi var honum gefið að sök að hafa látið fyrir farast að kalla eftir aðstoð eða reyna að koma fyrrverandi unnustu sinni út úr brennandi húsinu en lögreglumenn björguðu henni meðvitundarlausri út þegar þeir komu á vettvang. Að síðustu var hann ákærður fyrir að hafa ógnað lögreglu með hnífi þegar hún kom á vettvang. Dómurinn taldi hins vegar aðeins sannað að Hans Alfreð hefð stungið unnustu sína en sýknaði hann af öðrum ákæruliðum tengdum atvikinu. Hans var auk þess ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili þeirra í júní í fyrra og hellt yfir hana bensíni og reynt að kveikja í henni en hætt við þegar honum varð ljóst að hann hafði ekki nothæf eldfæri. Þótti dómnum varhugavert út frá framburði hans og vitna að telja sannað að Hans hafi ætlað að ráða unnustu sína af dögum. Var hann því sýknaður af þeim ákæulið. Dómurinn segir atlögu Hans Alfreðs að fyrrverandi unnustu sinni með hnífnum stórhættulega og lán að ekki skyldi hljótast alvarlegri áverkar af. Á hinn bóginn lítur dómurinn til þess Hans hefur ekki áður verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot. Var hann því dæmdur í þriggja ára fangelsi en til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald ákærða frá 6. nóvember 2006. Auk skaðabóta upp á hálfa milljón var Hans Alfreð dæmdur til að greiða nærri tvær milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira