Heiðar lék á 72 höggum í dag 24. apríl 2007 16:36 Mynd/Stefán Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt. Heiðar sagðist ekki hafa verið að slá mjög vel og eins hafi púttin verið slök í dag. Hann segist eiga að geta gert betur. Hann er í 11. - 20. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið fyrsta hring. 83 keppendur taka þátt í mótinu og eru leiknar 54 holur og er niðurskurður eftir 36 holur. Svíinn Oscar Modin og Norðmaðurinn Christian Aronsen eru efstir sem stendur á 3 höggum undir pari. Modin hefur lokið við 9 holur og Aronsen 15 holur. Besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag er 70 högg, eða 2 högg undir pari. Heiðar tók einnig þátt í móti á dönsku mótaröðinni í síðustu viku, Danfoss mótinu á Royal Oak vellinum, og hafnaði þá 12. sæti eftir að hafa verið í 6. sæti fyrir lokahringinn. Kylfingur.is fylgdist með Heiðari á lokahringnum á Royal Oak og hefur nú verið sett inn Vef TV þar sem m.a. má sjá viðtal við Heiðar Davíð. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira