Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag 63. leik sinn í röð á leirvelli þegar hann burstaði Juan Ignacio Chela 6-3 og 6-1 í annari umferð Monte Carlo Masters mótsins í dag. Nadal hefur unnið sigur á mótinu tvö ár í röð og er sem fyrr í öðru sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sigurganga Nadal á leir er sú lengsta í sögunni.