Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð 18. apríl 2007 16:00 NordicPhotos/GettyImages Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira