Heyrnarmælingar nýbura hafnar 16. apríl 2007 18:59 Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af. Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af.
Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira