Heyrnarmælingar nýbura hafnar 16. apríl 2007 18:59 Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af. Innlent Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Heyrnarmælingar nýbura á Landspítalanum hófust fyrir skömmu og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar mælingar fara fram hér á landi. Með þessu er hægt að greina heyrnarskert börn miklu fyrr sem skiptir sköpum fyrir málþroska þeirra. Tuttugu börn að meðaltali mælast heyrnarskert eða heyrnarlaus á hverju ári. Þetta er samstarfsverkefni Landspítala háskólasjúkrahúss og Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands til tveggja ára. Þetta er í fyrsta sinn sem nýburar eru heyrnamældir hér á landi og er Ísland síðast í röðinni til að taka upp slíkar mælingar af öllum norðurlöndunum. Nýburar eru allt frá þriggja daga til sextíu daga gamlir þegar mælingar fara fram. Ingibjörg Hinriksdóttir læknir segir mikilvægt að greina börnin þegar þau eru sem yngst. Með því sé hægt að bregðast fyrr við með viðeigandi meðferð, ýmist með heyrnartækjum eða aðgerð til að halda uppi eðlilegum málþroska barna. Ingjbörg segir að í mörgum tilfellum megi rekja heyrnarskerðingu barna til erfða, fyrirburafæðinga, sýkinga móður á meðgöngu eða mikillar gulu hjá nýburum. Börnin eru mæld með tæki sem sendir hljóð inn í eyra barnsins. Frumur í kuðungi eyrans endurvarpa hljóðinu sem myndast þegar hárfrumurnar í kuðungnum hreyfast. Á mælinum má svo sjá hvort barnið skynji hljóðið. Ingibjörg segir að börn hér á landi greinist venjulega heyrnarskert um fjögurra ára aldur og sem sé allt of seint að hennar mati. Eitt til tvö börn greinast heyrnarskert eða heyrnarlaus af hverjum þúsund sem fæðast hér á landi. Rannsóknir sýna að síðustu fimm ár hafa eitt hundrað börn verið greind heyrnarskert eða heyrnarlaus. Það gerir tuttugu börn á ári að meðaltali. Ingibjörg segir hins vegar alvarlegt að ekkert barn sem fæddist eftir árið 2004 til dagsins í dag hafi verið greint heyrnarskert. Hún segir það þýða að hátt í fjörutíu börn séu heyrnarskert sem enginn veit af.
Innlent Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira