Tilræði við sparnað að hækka fjármagnstekjuskatt 14. apríl 2007 16:00 MYND/Pjetur Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning. Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun landsfundarins um efnahags- og skattamál. Þar er enn fremur bent á að huga þurfi að því hvort gera eigi breytingar á skattareglum og öðrum reglum til að gera Ísland að eftirsóknarverðri höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja.Landsfundurinn vill enn fremur að á næstu misserum verði lögð áhersla á að fella niður almenna tolla og lækka enn frekar vörugjöld á innflutningi og vinna að lækkun tolla á landbúnaðarvörum í samræmi við alþjóðasamþykktir, að fella niður stimpilgjöld, að lækka álögur á bifreiðaeigendur og einfalda skattkerfið og gera reglur um umgjörð atvinnulífsins skilvirkari og almennari.Í ályktun um utanríkismál leggur landsfundurinn meðal annars áherslu á að varnir Íslands séu ávallt vel tryggðar og að byggja þurfi upp og efla viðeigandi vettvang með upplýsingum og þekkingu á öryggis- og varnarmálum. Byggja þurfi upp aukna sérfræðiþekkingu innan stjórnkerfisins á þessu sviði.Þá segir flokkurinn að EES-samningurinn haldi áfram að þjóna hagsmunum Íslendinga vel hvað varðar viðskipti við ríki Evrópu. Ekki sé annars að vænta en að samningurinn muni halda gildi sínu en mikilvægt sé að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.Í ályktun um landbúnaðarmál segir flokkurinn að skapa verði þau skilyrði að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri framleiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Sjálfstæðisflokkurinn vilji stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn, í ályktun um ferðamál, leggja sérstaka áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu um land allt utan hefðbundins háannatíma. Þá þurfi að tryggja neytendavernd og gæðaeftirlit í málaflokknum og lækka áfengisgjald.Þá þurfi að standa vörð um starfsskilyrði ferðaþjónustunnar þannig að sá mikli árangur sem náðst hafi í samkeppnishæfi greinarinnar glatist ekki. Enn fremur vill flokkurinn að tekið verði upp gjald við helstu ferðamannastaði til að bæta aðstöðu og koma í veg fyrir átroðning.
Kosningar 2007 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira