Spá sexföldum hagnaði hjá Sony 13. apríl 2007 12:14 Viðskiptavinur kaupir PS3 leikjatölvuna frá Sony í fyrra. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Blaðið bendir á að sala á flatskjám Sony muni aukast á þessu ári og því næsta auk þess sem gert er ráð fyrir að sala á PlayStation 3 leikjatölvunni muni glæðast á árinu. Spáir blaðið því að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta og gjöld muni nema allt að 400 milljörðum jena, jafnvirði 222 milljarða íslenskra króna. Afkomutölur Sony fyrir síðasta ár liggja enn ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta muni nema 60 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 33 milljarða íslenskra króna. Mestu munar um mikinn kostnað við nýju leikjatölvuna.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira