Viðskipti innlent

Actavis hætt við yfirtöku á Merck

Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hafa hætt við yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck, að sögn Dow Jones fréttastofunnar.

Þetta þýðir að enn færri eru um hituna en áður því tvö lyfjafyrirtæki greindu frá því áður að þau hefðu dregið sig úr yfirtökukapphlaupinu.

Fréttir þessa efnis hafa ekki fengist staðfestar hjá Actavis.

Economic Times og Forbes höfðu áður greint frá fréttum sem þessum en undir lok síðasta mánaðar sagði það að Actavis hefði dregið sig úr baráttunni ásamt Mylan. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri- og ytri samskipta Actavis, vísaði því þá á bug og sagði að viðræður Actavis og Merck væru enn í gangi. Hefði Actavis áhuga á félaginu fyrir rétt verð, að hans sögn.

Söluverð á Merck hefur ekki verið gefið upp en í erlendum fjölmiðlum hefur upphæðin fjórir til fimm milljarðar evra verið nefnd. Það samsvarar 360 til 450 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×