Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Aukning varð í almennum útlánum frá fyrri mánuði en lán til leiguíbúða lækkuðu milli mánaða.

Útlán Íbúðalánasjóðs á fyrsta ársfjórðungi námu rúmlega 13,6 milljörðum króna en það er örlítið yfir áætlun sjóðsins sem gerði ráð fyrir 12 til 13 milljarða króna útlánum á tímabilinu.

Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að Íbúðalánasjóður hafi hækkaði veðhlutfall og hámarkslán á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem skýri að hluta aukin útlán sjóðsins. Sömuleiðis hafi velta á fasteignamarkaði verið umfram væntingar það sem af er ári samhliða hækkandi fasteignaverði um þessar mundir. Á móti kemur að Íbúðalánasjóður hækkaði vexti í marsmánuði en það virðist ekki bíta mikið á markaðinn, að sögn greiningardeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×