Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla 11. apríl 2007 14:58 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í strætisvagni í dag í tengslum við kynningu grænu hugmyndanna. MYND/Stöð 2 Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan. Umhverfismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan.
Umhverfismál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira