Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths 11. apríl 2007 10:07 Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar. Baugur Group er einn stærsti hluthafi Woolworths í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments, sem er auk Baugs í eigu FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords. Í viðtalinu kemur fram að Jón gagnrýnir harðlega áætlun stjórnarinnar að endurnýja 800 verslanir undir merkjum Woolworths á sama tíma og viðskiptavinum fækkar og sala hefur dregist saman. Sagði Jón að fyrirtækið gæti lent í vandræðum vegna þessara fyrirætlana. Woolworths skilaði hagnaði upp á 7,3 milljónir punda, jafnvirði 969,66 milljóna króna, fyrir skatt í fyrra. Árið áður nam hagnaðurinn hins vegar 43,7 milljónum punda, rúmlega 5,8 milljörðum íslenskra króna. Afkoman var talsvert undir væntingum greinenda. Trevor Bish Jones, forstjóri Woolworths, sagði í samtali við dagblaðið The Scotsman skömmu eftir að uppgjörið lá fyrir að staðan væri fjarri því að vera ákjósanleg en vonaðist til að hagræðingaaðgerðir og fjárfestingar verslanakeðjunnar muni skila sér í betri afkomu á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Woolworths lækkaði lítillega við lokun markaða í Bretlandi í gær og stóð í 30 pensum á hlut. Lækki gengið um hálft pens hefur það ekki verið lægra í fjögur ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira