Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Jónas Haraldsson skrifar 9. apríl 2007 16:27 Geir H. Haarde, formaður sjálfstæðisflokksins. MYND/Heiða Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan. Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira
Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Sjá meira